Pantanir: Við hjá Sockbox tökum við pöntunum þegar greiðsla hefur borist. Þegar greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.

Greiðsla: Hægt er að greiða allar pantanir með korti í gegnum Dalpay, aðrir greiðslumátar gætu bæst við í náinni framtíð

Þú samþykkir að veita núverandi, heilar og nákvæmar upplýsingar fyrir öll kaup sem gerðar eru í versluninni. þar á meðal netfangið þitt og kreditkortanúmer og gildistíma, svo að við getum lokið viðskiptum þínum og haft samband við þig eftir þörfum.

Sendingarmáti: Pantanir okkar er hægt að fá senda með pósti. Sendingarkostnaður er greiddur af Sockbox.

Pantanir eru sendar með Íslandspósti, en það tekur allt að 1 virkan dag að afgreiða pöntunina. Sendingartími er 2-3 virkir dagar.

Hjá okkur gilda afhendingar-,ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru.

Vöruskil: Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Þar sem hver pöntun er sérpöntuð þá fæst vöru aðeins skilað sé hún gölluð eða ekki skv. pöntun. Tilkynna skal vöruskil á [email protected] Boðið er upp á inneignarnótu eða vöruskipti. Athugið þegar vöru er skilað ber kaupandi ábyrgð á vörunni þar til hún hefur borist okkur. Kaupandi greiðir sendingarkostnað sé vöru skilað. Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang Sockbox.

Hafi viðskiptavinur fengið skemmda eða ranga vöru, ber honum að upplýsa okkur um það við fyrsta tækifæri og munum við taka fulla ábyrgð á því.

Fyrirvari: Við áskilum rétti til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillu og myndbrengl. Sockbox áskilur sér rétt til að hætta við pöntun komi í ljós að varan sé vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum er viðskiptavini endurgreitt.

Trúnaður: Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda gagnvart lögum.

Lög og varnarþing: Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Sockbox og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Upplýsingar um seljanda: Sockbox.is er rekið af Viska Vef ehf. Kt. 700316-0410.

Pantanir

Eftir að hafa gengið frá pöntun skuldfærist sú upphæð af kortinu þínu. Sendingar í áskrift eru póstlagðar fyrsta mánudag hvers mánaðar. Pantanir berast skv. skilmálum af sendingu (sjá hér). Sé áskrift hafin fyrir sendingu (fyrsta mánudag hvers mánaðar) og hafin á virkum degi mun fyrsta sending berast þann mánuð.

Binditími

Engin binditími er á áskriftinni. Sé áskriftinni sagt upp skal ýta á ‘Hætta við’ á Mínum síðum á Sockbox.is. Uppsögn þarf að berast fyrir 1. hvers mánaðar svo hún taki gildi. Ef uppsögn berst eftir 1. hvers mánaðar er skuldfært af kortinu og áskrift heldur áfram út mánuðinn.

Skuldfærsla

Eftir að hafa gengið frá pöntun skuldfærist sú upphæð af kortinu þínu. Sé korti hafnað við skuldfærslu er okkur ekki skylt að póstleggja sendinguna. Við slíkar aðstæður færð þú póst til áminningar um skuldfærslu. Allar ógreiddar skuldir verða skuldfærðar þangað til heimild færst á korti.

Sérstakt opnunartilboð (gildir til 1.8.2018)

Við opnun gildir sérstakt opnunartilboð fyrir 2 pör á mánuði. Sé viðskiptamaður í ótímabundinni áskrift af því tilboði mun það verð gilda í 6 mánuði frá kaupdegi. Kaupverðið fer því frá 1.390 kr í 1.690 kr á mánuði.

Annað

Sockbox áskilur sér rétt á að breyta áskriftarverði að hverju sinni með a.m.k mánaðar fyrirvara. Sockbox áskilur sér einnig rétt á að breyta dagsetningu skuldfærslu hverju sinni með a.m.k mánaðar fyrirvara.