Bleiki Sokkurinn

Krabbameinsfélag Íslands & Sockbox

 

Eftir frábærar móttökur við Hinsegin sokkunum tókst okkur að safna 300.000 krónum fyrir Samtökin ’78 í ágúst. Nú höldum við í annað styrktarátak. Í þetta skiptið verður Bleiki sokkurinn til sölu í hér í netverslun okkar og einnig á vef Krabbmeinsfélags Íslands í október. Bleiki sokkurinn er sérhannaður og framleiddur af Sockbox. Sokkarnir eru þykkir, þægilegir og eru úr 80% bómul, 17% nylon og 3% spandex.

Parið kostar 2.000 krónur, allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.

Undanfarin 11 ár hefur Krabbameinsfélag Íslands tileinkað októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfénu verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Bleiki sokkurinn er í takmörkuðu magni eða 500 pör samtals.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *